Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Wednesday, December 12, 2012

Komment á áfangann ITH1A2 Haustönn 2012

Sæl,
Aníta Hjartar heiti ég og var hjá þér í Iðnteikningu á fyrstu önn, mig langaði bara að segja þér hvað ég fann að ég naut mín að teikna lei og ég var kominn í gírinn við þægilegt umhverfi hérna heima.
Mér finnst þessi áfangi rosalega góður og ég lærði margt sem ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti gert.
Hann er gefandi, skemmtilegur og skemmtilegt að láta reyna á þolimæðina :)
Mig langaði bara að þakka þér fyrir þessa skemmtilegu 1. önn í hárgreiðslunni.

Bestu þakkir
Aníta Hjartar

Flétta og yfirlit yfir áfangan :-)

                         Rosa flott flétta sem ég fann sem kallast Halo Braid, alveg glæsilegt! :-)
 
 
Takk æðislega mikið fyrir önnina! Ég man eftir í byrjun tímans í lok ágúst að við þurftum að teikna andlit úr skjávarpanum í 5 mínútur og gat bara teiknað hálft haus. Engin augu, munnur, nef eða euru eða hár, bara ekki neitt. Ég bara kunnti alls ekki að teikna og hugsaði með mér ef ég gat lært eitthvað í iðnteikningu. Í byrjun var þetta alveg fínt en svo þurftum við að teikna hár og andlit og vá! Guði sé lof! Ég vildi gefast upp en varð svo aðeins jákvæðari og sagði bara við sjálfan mig að bara gera þetta.
Núna er ég miklu betur en áður og kann actually að teikna!
 
 
 Og það er þökk sé þér Hrönn :-).
Þú ert  mjög góður kennari , rosa þolinmóð við okkur og segja okkur að halda áfram þótt við öll vorum að gefast upp og þú útskýrir leiðbeiningarnar mjög vel. :-)
Takk fyrir önnina og og gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Kveðja María Nicole :-)
 
Stutt myndband af flottu auga!

http://www.youtube.com/watch?v=WhAQUcLj-Ts

Takk fyrir önnina Hrönn!
Þú ert æðisleg og skemmtilegur kennari.
Lærði margt sem ég bjóst aldrei við að geta gert í tímum hjá þér.
Þetta voru þægilegir og skemmtilegir tímar!
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Einn svona teiknaður jólasveinn sem fær að fylgja með :)

Sjáumst hress á næstu önn
-Karen Björk Pétursdóttir

Thursday, December 6, 2012

Gleðigleðigleði

Hæhæhæhæhæhæ
Takk æðislega fyrir önnina Hrönn þetta var áhugaverður áfangi og lærdómsríkur!!!.......

En ætla halda áfram í jólastússinu þannig að Gleðileg Jól öll sömul og hafið það gott yfir hátíðarnar!!!!


Tuesday, December 4, 2012

Yfirlit yfir áfangann

Ég hafði rosalega gaman af þessum áfanga. Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna frá því ég man eftir mér, en undanfarin ár hef ég eiginlega gefist upp á því, sökum þess að ég var rosalega lengi að því og það tók mjög á að reyna að finna útúr því hvaða tækni ég ætti að nota hverju sinni sjálf.

Það er það sem þessi áfangi hefur gefið mér, allskyns tækni sem ég hafði ekki hugmynd um sem nýtist mér í allskyns teikningum, tæki og tól sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til og auðveldar manni ýmislegt í teikningunum og ótrúlegt en satt þá hef ég náð að teikna miklu hraðar en ég gerði öll þessi ár. Ég trúði því ekki að mér tækist það en Hrönn stóð föst á því og viti menn :)

Í fyrstu virtist þetta óyfirstíganlegt verkefni að klára þessa möppu með öllum þessum myndum, en með jákvæðu hugarfari og samviskusemi er þetta næstum því ekkert mál, og að mínu mati, mjög gaman. Sérstaklega þegar maður flettir möppunni sinni í lok annar og sér afrakstur erfiði síns! 

Svo verð ég nú að minnast á það líka að Hrönn er frábær kennari í alla staði. Hefur trú á nemendum sínum, endalausa þolinmæði og brennandi áhuga á því sem við erum að gera, sem gerir kennsluna skemmtilega, innihaldsríka og áhugaverða.

Takk kærlega fyrir önnina, Hrönn og allir hinir! Sjáumst hress 2013

Kveðja Guðlaug Marín Pálsdóttir

Myndir úr Hairdresser Journal

Hæ stelpur.

Þar sem ég er búin að lesa ábyggilega öll HJ blöðin sem eru frammi á hárgreiðsluganginum og sé alltaf eitthvað geggjað flott í hverju blaði ákvað ég að smella inn nokkrum myndum sem ég tók á símann minn úr þeim hérna inn :)

 Þetta er nottla bara töff :)

 Hjarta?

 Þessi er rosaleg!

 Kúl! Flott að hafa svona neon lit í svörtu hári

 Það var skiptingin sem heillaði mig við þessa

 Fleiri flottir litir, takið eftir að þetta græna í stelpunni lengst til hægri er hárið hennar.

Gamaldags og flott :)

Vona að þið hafið haft gaman að þessum myndum :) Kv Guðlaug Marín