Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Tuesday, May 21, 2013

Æðisleg önn búin :)

Hæhæ öll sömul...
Takk kærlega fyrir önnina elsku Hrönn... Þessi áfangi var án efa sá allra skemmtilegasti af þessum þrem sem ég er búin með hjá þér :) og sé alls ekki eftir því að hafa verið hjá þér alla föstudagsmorgna og fegin að vera búin með þennan þar sem þetta fylgir svo að á þriðju önn með tímabilsverkefnið....
Grímugerðin fannst mér skemmtileg en að búa til stofuna og undirbúningurinn var mjög skemmtilegur og hugmyndaflugið svo fjölbreytt á milli okkar nemendanna og kynningin sú allra skemmtilegust ....

En takk æðislega fyrir samfylgdina á önninni og sé ykkur vonandi aftur á næsta ári :D

kkv. Sif Sveinsdóttir

Sunday, May 12, 2013

Hárlokks-Verkefnið í Polyvore

Halló Hrönn, ég er eitthvað ekki alveg með þetta polyvore á hreinu, kann ekki að vista myndirnar sem ég geri þannig ég smelli þessu bara hér inn í staðinn og vona að þú sjáir þetta í tæka tíð! Reyndar þá fann ég ekki það sem ég málaði með hárlokkinum áður en ég skilaði möppunni en lokkurinn var voða svipaður á litinn og hárið á myndinni :)

Kv Guðlaug Marín

Friday, May 10, 2013


Ég vil byrja á að þakka Hrönn fyrir æðislega samför í öllum iðnteikni áföngunum, skemmtunina, áhugasemina og alla hjálpina, búið að vera mjög skemmtilegir og áhugaverðir tímarþ


Elsku Hrönn takk fyrir allt og haldu áfram að vera svona æðisleg:)http://pinterest.com/helgabe/


Friday, May 3, 2013

Í lok annar....


Jæja þá er komið að annarlokum og hefur tíminn sko flogið áfram!

Það er búið að vera gaman að vera í litafræðinni og rifja upp það sem maður lærði í grunnskóla um litina og fara svo dýpra í blöndun litanna. Áfanginn hefur verið mjög skemmtilegur og hafa tímarnir verið góðir og afslappandi. Fínn tími þar sem við gátum spjallað á meðan við dunduðum okkur að mála;o)

Eftir að ég byrjaði í áfanganum hef ég farið að spá miklu meira út í litasamsetningar og hvaða áhrif litirnir hafa á mig. Einnig er gaman að segja frá því að 5 ára dóttir mín hefur fengið mikinn áhuga á blöndun litanna eftir að  hún lærði um frumlitina og 2.stigs litina á leikskólanum sínum. Og höfum við mæðgurnar verið að dunda okkur við að mála og blanda litunum saman og finna hinar ýmsu litablöndur með frumlitunum. Og finnst henni alveg magnað að sjá hvaða liti er hægt að fá út með því að blanda nokkrum litum saman;o) 
Finnst henni litirnir vera alveg eins og töfrar!!

Takk elsku Hrönn fyrir frábæra önn, með skemmtilegum tímum. Enn og aftur fer maður frá þér með nýja sýn á lífið og litina;o)

Takk kærlega fyrir mig og sjáumst á 3.önn!

Gleðilegt sumar
kv Íris E.

Neglur og hár í regnboganslitum....


Það er orðið vinsælt í dag að vera með litríkar neglur með alls konar listaverkum.
Á pinterest er hægt að finna alveg helling af flottum myndum af litríkum nöglum...

Hérna er ég búin að skella saman þremur myndum af litríkum nöglum...

Hérna er búið að búa til jarðaber!

Melónur! (Andstæðir litir!!)

Einhver dundað sér við að gera nótur!!

Dýraneglur! Greinilegt að sumir hafa meiri frítíma en aðrir;oþ

Það hefur líka aukist mikið að lita hár í alls konar flottum litum....
Regnbogahár!...

Pastel bleikt!

Ótrúlega flottur blár litur!

Fjólublár!

Geggjaður litur!

Gæti alveg haldið endalaust áfram!! Gaman að sjá hvað fólk er óhrætt við að breyta um háralit og gera eitthvað öðruvísi;o)

Kv Íris E.
Hinir mörgu litir í náttúrunni....

Það er ótrúlega gaman að skoða hvað litirnir eru flottir í náttúrunni...


Flott rauð fiðrildi í gulum blómum!

Flottir litir í þessum páfagauk!

Litskrúðugt blóm!

Fiskar í lit!

Það er ótrúlegt hvað náttúran er full af flottum litum, maður getur fundið alveg endalaust af litasamsetningum í náttúrunni!

Mæli með því að fara á pinterest og skoða fullt af flottum myndum af dýrum í öllum regnbogans litum!

kv Íris E.

Thursday, May 2, 2013


Þá er fyrsta önnin búin,Ég vissi ekki að ég gæti teiknað og það væru svona mikið af reglum sem maður gæti farið eftir. Þetta kenndi hún Hrönn okkur í þessum fyrsta áfanga okkar í iðnteikningu. Frábær og skemmtilegur áfangi. Hélt fyrst að það yrði svo leiðinlegt en það var svo sannarlega ekki! Takk fyrir frábæra önn öllsömul og sjáumst aftur eftir frábært sumar =)


-Ása Dís 
Flottar!
Þessi er svo töff!...  allar skyggingarnar sem við höfum verið að læra eru þarna =)Og þessi er auðvitað bara sjúk!


-Ása Dís

Önnin búin :-)


Mig langaði aðeins að deila því með ykkur hvað mig fannst um þennan þriðja Iðnteikningaráfanga okkar.
Mig fannst hann æðislegur, afslappaður, rólegur & sérstaklega skemmtileg verkefni þar sem ég er svo mikið fyrir föndur og tölvu fikt :)
Ég verð samt að segja að mig finnst allra fyrsti teikniáfanginn skemmtilegastur svona þar sem ég hafði ekki hugmynd um að ég kynni eitthvað að teikna!
En já, ég vil bara þakka kærlega fyrir önnina og æðislega kennaranum okkar fyrir skemmtilega tíma saman! :)

Takk fyrir mig & sjáumst seinna!

-Elísa Valdís.

Maður verður að leyfa sér að dreyma!


Heillandi grímur.
 

hahaha ...

Ég bara varð ! -
maður reddar sér bara, ef maður er ekki með sixpack en bumbu og loðinn þá rakar maður bara sixpackið á hahahaha :D

töff

finnst þetta alveg sjúklega töff mynd og módelið með flottan profile ..

Wednesday, May 1, 2013

langaði bara að pósta hérna inn mynd af vinkonu sem er aldrei eins :) mjög gaman þegar fólk er alltaf að breyta til og þetta er að ég held bara um 1 ár hjá henni :)

Góðann daginn :)
ég bara vissi ekki að ég gæti teiknað eh smá :) hef lært margt um teikningu hefði viljað vera með meiri nennu að teikna í tíma en þetta tókst bara heima í rólegheitum :) kennslan var mjög góð og var farið mjög vel í alla hluti sem við þurftum að læra :)
Hrönn takk fyrir önnina við vonandi sjáumst í haust :)