Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Thursday, August 29, 2013

Aldrei hefði mér dottið í hug...

að ég myndi einhverntíman teikna eitthvað flóknara en spýtukarla og kassahús með þríhyrningsþaki.

Iðnteikning háriðna er víst eitthvað sem maður verður að tileinka sér ef maður ætlar að klára hárgreiðslunámið. Ég verð að segja að ég er mjög spennt að læra betur um mismunandi blýanta og skyggingar, læra hvernig línuveiðari, pappírsvöndull og hnoðleður virkar (en þetta eru hlutir sem ég vissi ekki að væru til áður en ég fékk innkaupalistann fyrir áfangann).  Einnig verður áhugavert að sjá útkomu verkefnanna þegar önnin er búin - vonandi verð ég búin að læra betur þá list að teikna svo það geti nýst mér við fleira en bara því sem viðkemur hárgreiðslunni, a.m.k. er áhugi minn á því að teikna vaknaður.