Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Friday, November 15, 2013

Andlitsmaskar

Það er bæði ódýrt og fljótlegt að búa til sýna eigin andlitsmaska :)

Hér eru nokkrar sniðugar uppskriftir sem ég tók af síðunni hjá Evu Laufey Kjaran matreiðslukonu.

Fyrir feita húð:

 • 1x eggjahvíta - pískra þar til hún verður stíf
 • 5-10 dropar af feskri sítrónu


Blanda þessu vel saman og smyrja svo vel á andlitið og láta liggja í korter. Um að gera að gera þetta 2-3 í viku, þá fer maður að sjá góðan árangur.

Maski fyrir húð með mikið af bólum:

 • Eitt egg
 • Tvær matskeiðar af hreinu jógúrti
 • Smá mjólk
Þessu er blandað vel saman. Smyrjið maskanum vel á andlitið og hálsinn og látið liggja á í 20 mín, skolið síðan af.

Maski til þess að fá mjúka húð:
 • Eitt þroskað avokado
 • Ein matskeið af hunangi
 • Ef þú vilt hafa þetta enn betra þá er gott að setja eins og tvær matskeiðar af hreinu jógúrti
Hafðu þetta á í korter og skolaðu síðan af.

Skrúbb fyrir líkamann:
 • Eitt glas af sjávarsalti
 • Dass af olive olíu
 • Til að fá góða lykt er gott að setja lavender eða jasmín olíu. Má sleppa.
Notið skrúbbinn í sturtunni og skolið vel af.

Súkkulaðimaskinn:
 • Þrjár matskeiðar af kakó-dufti
 • Tvær matskeiðar af hreinu jógúrti
 • Tvær matskeiðar af hunangi
 • Ein matskeið af höfrum
Allt blandað saman þar til þetta verður að þykkum maska. Látið þetta á andlit og háls og látið standa í 20 mín, þvoið síðan vel af með heitu vatni.

Fyrir hárið:
 • Látið olive olíu í þurrt hárið til dæmis áður en þið ætlið í sturtu. Smyrjið vel af olínni í hárið, hárið á alveg að vera semí blautt. Látið standa í allavega klukkutíma. Farið svo í sturtu og þvoið hárið með sjampói.

Það sakar ekki að prófa allavega ;)

-Eva Rut
No comments:

Post a Comment