Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Monday, November 11, 2013

Hártískan í haust/vetur

Hausttískan og vetrartískan koma með smá breytingar í hári, náttúrulegri tóna, pönkaðar og úfnar greiðslur, glansandi hár og klippingarnar frá milli sídd til stutt.
haust2haust5haust6

Litur:
Litirnir í haust/vetur koma með náttúrulega tóna, fallega rauða tóna sem líta náttúrulegir út með smá boosti. Ljósu litirnir eru alveg frá mjög ljósum englalokkum út í strawberry blond tóna. Ljósu litirni eru mýkri og heldur pastel bleiki liturinn sér ennþá inni. Hann hefur sést á fashion week víða um heim í þessum mánuði.
Brúni liturinn verður meira út í nátturulegan brúnan tón, ekki er mikið um að rauður blær sé í litnum en súkkulaði tónninn verður samt mjög vinsæll. Svarti liturinn er að fá lífið sitt aftur og er það mjög skemmtilegt að vera með flotta klippingu og svart hár í vetur.

Sassoon-Salon-Autumn-Winter-Collection-2013-Constructivist-07images (2)cd18a6990fd26ec1ffdcfefd09af95eb
Klipping: 
Millisíddinn er mjög vinsæl í haust/vetur. Hægt er að leika sér mikið með þá sídd og allir möguleikar opnir við greiðslur, liði og fléttur. Úber dúber síða hárið er varla sjáanlegt í vetur.
Bob klippingin er líka sjóðheit lína í vetur og topparnir bæði síðir og stuttir halda sér líka.
Margir hafa verið að horfa til Michelle Williams sem er með fallega, kvennlega stuttklippt hár og er það að verða sí vinsælla og stelpur eru farnar að þora.


haust3Fashionable-hair-colors-autumn-winter-2013-2014-34haust
Greiðslur:
Pönkið er að detta inn og á nýjan hátt, hár er ekki gert fullkomið heldur leyft því að vera úfið þegar það er sett upp. Pulsu greiðslan kemur sterk inn og hliðar greiðslan einnig. Svo þegar þið setjið hárið ykkar upp þarf það ekki að vera alveg fullkomið. Svo er hin leiðinn, sleikja hárið rennislétt í tagl, láan snúð eða eina hlið t.d og svo hafa pönkið annarstaðar t.d í make up-i eða fataklæðnaði.
Krullur eru gerðar ýktar, ef þú ert með krullur nú þegar eða mikla liði ýktu þá með bylgjujárni eða keilujárni hér og þar og gerðu hárið stærra og meira.
Slétt hár er virkilega slétt í vetur, slétt, slétt og mikill glans, skipt í miðju eða til hliðar.

No comments:

Post a Comment