Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Friday, November 15, 2013

Maturinn býr til betra hár : Smá Tips


harid.jpgSegja má að hægt sé að borða á sig betra hár, því ef þú tekur eftirtaldar fæðutegundir inn í mataræði þitt, getur fæðan leitt til þess að hár þitt glansi meira og verði sterkara og líflegra. Líflegt hár fylgir vel samsettu og næringarríku fæði og þar sem gott fæði er hluti af byggingablokkum líkamans, skilar það okkur yfirleitt betra útliti.
Mataræði þitt hefur bein áhrif á hársvörð og hársekki, sem eru grunnur að góðu hári. Beinir þú sjónum þínum að próteinríkri fæðu, fæðu sem inniheldur beta-karótín, fólat, bíótín og omega-3, áttu eftir að sjá hár þitt breytast. Hafðu samt í huga að það tekur nokkra mánuði fyrir þig að sjá breytingarnar, svo þú þarft að gera þessar fæðutegundir að reglulegum hluta af matræðinu og hafa þolinmæði til að bíða eftir árangrinum.

Linsubaunir
Það er ekki bara próteinið í linsubaunum sem gefur hárinu fallegan gljáa, heldur einnig járnið, sinkið og bíótínið sem í þeim er að finna. Einkum er það bíótín, sem hjálpar frumunum að endurnýja sig, en það kemur í veg fyrir hárlos og þurrt og stökkt hár.
Valhnetur
Þar sem valhnetur innihalda mikið af bíótíni og nauðsynlegum fitusýrum, er gott að nota þær sem millibita ef þú vilt fá líflegt og fallegt hár. Skortur á bíótíni í líkamanum leiðir til hárloss, en sé það í fæðunni styrkir það hár og hárvöxt.
Sætar kartöflurSætar kartöflur eru fullar af beta-karótíni, sem verður að A vítamíni þegar það kemur í líkamann. Sú næring sem frumurnar fá úr sætum kartöflum stuðlar að framleiðslu á olíu í hársverðinum sem leiðir til sterkara og líflegra hárs.
Spínat
Í spínati er mikið af fólati, beta-karótíni og C-vítamíni, sem stuðlar að því að olíurnar í hársverðinum dreifa sér og það örvar hárvöxt.
LaxLax er fullur af omega-3 fitusýrum og því fáum við úr honum þær nauðsynlegu fitusýrur sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Þessar omega-3 fitusýrur styrkja vöxt hárleggsins og tryggja líka að olíurnar í hársverðinum þorni ekki. Í laxi er líka mikið prótein, sem telst bæði vera byggingarefni fyrir frumur okkar og hárvöxt.

Guðný Benrhard 

No comments:

Post a Comment