Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Thursday, November 14, 2013

Vonandi að þið hafið eins gaman af að lesa þettaog ég hafði að skrifa þetta :)

Sæl veriði. Mig langar aðeins að sýna ykkur og segja hvað ég er búin að vera pæla undanfarið í hvað mér finnst vera áberandi núna í hártísku og hvað mér finnst fallegt.
Fyrst langar mig að byrja á áberandi litum, nú í dag er meira farið að sjást skærir litir, eins og bleikur, blár eða grænn. Mér finnst það oft koma rosalega vel út að vera með svona crazy colours í hárinu. Einnig er svo skemmtilegt að sjá hvað ungt fólk þorir að láta verða af því að fá sér svona flott litað hár. Fyrir ekki svo löngu hefðu margir litið manneskjuna með fjólubláa hárið hornauga en í dag er það frekar álitið töff. Mér finnst það allavega.
Svo rakst ég á skemmtilega síðu fyrir ekki svo löngu síðan sem mér finnst gaman að skoða. http://www.harid.is/ þar getiði skoðað allskonar greiðslur og hvernig skal gera þær eða svona einskonar tutorial. Einnig er margt um hárumhirðu og hárvörur. Algjör snilldar síða, sérstaklega þar sem hún er á íslensku. Svo langar mig einnig að vekja athygli á þungum toppum sem fara mörgum andlitslögum mjög vel og mér finnst vera áberandi í dag, ég skelli nokkrum myndum með.
Fyrir ekki svo löngu síðan sá ég myndband sem var verið að kynna þennan snilldar hárbursta sem kallast tangle teezer, í því var sagt að þetta væri kraftaverkabursti sem rífur ekki í hárið og örvar blóðflæði í hársekkjunum. Mín fékk svoddan þráhyggju fyrir þessum bursta og hörð á því að eignast hann. Stuttu seinna var ég komin með einn í hendurnar. Tennurnar á burstanum eru ekki langar svo ég held það tæki ansi langan tíma að greiða í gegnum hárið með honum ef þú ert með þykkt hár. Ég er hins vegar með rosa þunnt og fíngert hár og mér finnst hann algjör snilld, hann rífur ekki neitt í hárið á mér og meiðir þess vegna ekki þegar maður greiðir í gegnum það. Minn var merktur að maður mætti greiða blautt hárið með honum en ég vil helst ekki leggja það í vana vegna þess að það fer illa með hárið af því að hárið er miklu viðkvæmara blautt en þurrt. Hér er slóð að einu myndbandi um tangle teezer : http://www.youtube.com/watch?v=f8uuVDYKs2g



Bold red hair and tattoos blue hair. beautyful

Ljós og friður
 Elísabet Rut


No comments:

Post a Comment