Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Sunday, April 21, 2013

Umsögn um áfangann!

Ég held við séum flest, ef ekki öll sammála um það að það er alltaf jafn gaman í tímum hjá Hrönn. Hún gerir námsefnið svo ótrúlega áhugavert með því að fara sínar eigin leiðir í að miðla til okkar upplýsingum og fróðleik. Það sést langar leiðir að hún hefur ástríðu fyrir list, og gagnabankinn á námsnetinu og kennslublogginu er þvílíkur að maður getur gleymt sér í marga klukkutíma við að skoða og fikta og manni finnst ótrúlegt að hægt sé að vita um svona mikið af áhugaverðu og sniðugu listatengdu á netinu.

Það hefur verið mjög gagnlegt að kynnast litafræðinni og ég veit að þetta nýtist mikið í framtíðinni, ekki bara við val á hárlitum heldur í svo mörgu öðru. Ef mér tekst að láta drauminn rætast og fer að vinna við kvikmyndir og þvíumlíkt og læri förðunina líka mun þetta nýtast mér mikið í því og svo gagnast þetta líka bara dagsdaglega, td þegar maður velur sér föt fyrir daginn eða ákveður hvernig eigi að mála stofuna.
 
Ég gef allavegana áfanganum tvo þumla upp og hlakka til komandi samstarfi í ITH hjá Hrönn í framtíðinni!

Takk fyrir mig í vor,
Guðlaug Marín

No comments:

Post a Comment