Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Monday, April 28, 2014

Litafræðiverkefnið :)



Hér er litafræði verkefnið mitt, verði ykkur að góðu.
Það má svo einnig finna það hér á youtube :)




- Charlotte Sigrid á Kósini

Sunday, April 27, 2014

Litaskema


Frozen greiðsla....

Ef þið eruð Frozen sjúk eins og ég eða eigið litla frozen prinsessu dætur eða frænkur þá er þetta þá kannski eitthvað fyrir ykkur.


Þetta er klárlega eitthvað sem ég á eftir að skoða fyrir búningapartý eða eitthvað til að gera í Frozen sjúku frænku mína.

Ef þið hafið áhuga þá er hægt að finna nákvæmari leiðbeiningar inn á þessari heimasíðu: http://www.makeupwearables.com/2014/04/frozen-hairstyle-elsas-coronation-updo.html


-Charlotte Sigrid á Kósini

Krúttleg greiðsla í litlar skottur

Hér er eitt stykki hjartakrútt greiðsla sem er allgjört easy stöff að gera og æðislega kjút í litlar dúllur.

Það sem til þarf eru 4-6 tannlæknateygjur, hárbusti /greiða og kannski spreybrúsi með vatni til að gera hárið smá rakt (gleymdist við gerð þessara flétta).




1. Skellið hárinu í Tíkarspena
2. Losið tíkarspenan smá og gerið gat í miðjunni til að tosa taglið(spenann) í gegn.
3. Dragið spenan í gegnum gatið (öfugt), þannig að teygjan endi fyrir ofan.
4. Skiptið spenanum/taglinu í tvennt og tosið festið taglið vel.
 5. Þá ætti þetta að líta út eins og einhverskonar gosbrunnur og ætti að móta fyrir hjarta.
6. Takið báða endana og snúið upp á þá frá hvor öðrum. (Best að snúa ekki of fast... hafa þetta laust)
7. Setjið teygju í miðjuna á hárinu.
8. Voila! Hjarta! (Nú er bara að endurtaka þetta hinummegin)

9. Svo er hægt að flétta endann eins og á þessari mynd, eða krullan, hafa hann slegin... gera snúning...
10. Sátt stúlka með hjartakrútt í hárinu.

11. Svo er líka hægt að sleppa snúningnum og gera bara 2 venjulegar fléttur...
12. Líka hægt að skella í tagl aftan á hnakkan og gera sömu greiðsluna... Kannski fyrir aðeins eldri stelpur :)


-Charlotte Sigrid á Kósini