Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Sunday, April 27, 2014

Krúttleg greiðsla í litlar skottur

Hér er eitt stykki hjartakrútt greiðsla sem er allgjört easy stöff að gera og æðislega kjút í litlar dúllur.

Það sem til þarf eru 4-6 tannlæknateygjur, hárbusti /greiða og kannski spreybrúsi með vatni til að gera hárið smá rakt (gleymdist við gerð þessara flétta).
1. Skellið hárinu í Tíkarspena
2. Losið tíkarspenan smá og gerið gat í miðjunni til að tosa taglið(spenann) í gegn.
3. Dragið spenan í gegnum gatið (öfugt), þannig að teygjan endi fyrir ofan.
4. Skiptið spenanum/taglinu í tvennt og tosið festið taglið vel.
 5. Þá ætti þetta að líta út eins og einhverskonar gosbrunnur og ætti að móta fyrir hjarta.
6. Takið báða endana og snúið upp á þá frá hvor öðrum. (Best að snúa ekki of fast... hafa þetta laust)
7. Setjið teygju í miðjuna á hárinu.
8. Voila! Hjarta! (Nú er bara að endurtaka þetta hinummegin)

9. Svo er hægt að flétta endann eins og á þessari mynd, eða krullan, hafa hann slegin... gera snúning...
10. Sátt stúlka með hjartakrútt í hárinu.

11. Svo er líka hægt að sleppa snúningnum og gera bara 2 venjulegar fléttur...
12. Líka hægt að skella í tagl aftan á hnakkan og gera sömu greiðsluna... Kannski fyrir aðeins eldri stelpur :)


-Charlotte Sigrid á Kósini

No comments:

Post a Comment