Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Thursday, November 7, 2013

Hvert fór tíminn?

Ég trúi því varla að önnin sé að verða búin, tíminn er svo fljótur að líða.  Ég er mjög ánægð með tímana og mér finnst æðislegt að sjá framfarirnar sem hafa orðið í vetur.  Aldrei hefði mér dottið í hug að ég gæti teiknað andlitsmyndir sem ég væri bara nokkuð sátt með.  Nú eru bara þrjár vikur eftir og stóru andlitsmyndirnar orðnar að veruleika - fyrsta svo til kláruð og ég er spennt að byrja á næstu myndum.  Þessi vetur hefur liðið alltof hratt og ég er spennt að sjá hver verkefni næstu annar verða.

No comments:

Post a Comment