Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Thursday, December 12, 2013

Jólagjafalisti


Listi fyrir smekksmenn til að gefa smekkskonum jólagjöf !

Margir karlmenn blóta því að þurfa að finna hina fullkomna gjöf fyrir hina fullkomnu konu.
Margir þeirra reyna hinar ýmsu auðveldu aðferðir til að komast hjá því með því að gefa gjafabréf sem er ekki góð gjöf að mínu mati, reyna að gefa hvort öðru einhvað saman eða gefa þeim heimilistæki sem er auðvitað mjög bannað.

Ég ákvað að vera mjög góð við karlþjóðina og setti upp flottann lista yfir hluti sem ég held að flestu konur gætu haft unun af!

SKART

Hvaða konar elskar ekki skart? Eða allaveganna smá skart. Ísland er troðið að flottum hönnuðum sem hanna flott skart bæði fyrir klassísku týpuna og líka fyrir þá sem hafa meiri gleði af nútíma hönnun og litum.

Sif Jakops er hönnun fyrir klassíska konu. Tímalaus og hentar vel við öll tækifæri, tökum sem dæmi þennan hring:Fágaður og áberandi hringur. Kona sem fær svona hring frá manninum sínum líður eins og hún eigi skilið gull og græna skóga, allt hið besta! Veldi, kuldi og Bling!

Hring eftir Hring er nútíma listræn hönnun með mörgum litum og gleði. Handgerð og íslensk hönnun sem lögð er mikil vinna og nákvæmni í.


Sérstakur og einstakur hringur. Kona sem sem fær svona hring frá manninum sínum líður sem þú hafir valið skart sem hana sjálfa dreymir um, sem það sé sérstaklega gert fyrir hana. Hlýja, frumlegheit og fágun.


FATNAÐUR

Konur elska föt! Það þarf ekkert að ræða það neitt frekar!

Úlpa frá 66 gráðum norður. Karlmaður sem gefur konu sinni þessa úlpu vill sannarlega ekki að henni verði kalt, hann styður íslenska hönnun og elskar að gefa dúnmjúka djúsi jólagjöf!

Trefill frá Vík Prjónsdóttir. Maður sem gefur sinni heittelskuðu þennan dýrlega trefil vill alltaf að hún sé í góðum höndum.


FYRIR HEIMILIÐ

Fyrir heimakæru konuna sem elskar að gera fallegt í kringum sig, er fyrir hönnun og finnst æðislegt að búa til umgjörð fyrir ykkur tvö.. og börnin kannski

Íslenski Knot púðinn eftir Ragneheiði Ösp. Þessi púði táknar þá festu sem hefur hnýtt ykkur saman.....bíðum spennt eftir lista númer 2 !!


No comments:

Post a Comment