Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Thursday, September 8, 2011

Blogg frá kennaranum !

Hæ :-)

Þetta er bloggsíða nemenda í ITH (Iðnteikningu hársnyrtinema) í Tækniskólanum í Reykjavík.
Hér munu nemendur setja inn færslur, myndir, hlekki og annað sem tengjist þeirra námi í Iðnteikningu.

Til hliðsjónar er hægt að skoða bloggið mitt sem ég gerði til stuðnings kennslunni:
http://idnteikningharsnyrtinema.blogspot.com/

Mikilvægt er að þið setjið rétt stikkorð í Labels fyrir neðan póstinn ykkar, þ.e. hvaða ITH áfanga þið eruð í núna og hvaða önn (haustönn 2011 - vorönn2012) þið eruð að setja bloggið inn.
Þar að auki er gott að setja orð sem á við t.d. teikning, forsíða, fléttur, rúllur, litir, hárgreiðslustofur, grímur og svo mætti lengi telja aðalatriðið er að það sé skýrt hvað er átt við. Ég sett t.d. leiðbeiningar, haust 2011 inn í Labels í þessari færslu.
Þessi stikkorð munu auðvelda okkur að leita síðar í blogginu eftir því sem við erum að vinna að hverju sinni.

Hlakka mikið til að fylgjast með hvernig þetta þróast.

Kveðja Hrönn

No comments:

Post a Comment