Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Sunday, November 27, 2011

Hugleiðingar nemenda í ITH1A2 í lok haustannar 2011

Mér hefur alltaf þótt gaman að teikna en hef samt alltaf verið meiri krotari en teiknari. Áður en ég fór í ITH vissi ég til dæmis ekki hvernig á að teikna eftir gullinsniði, að skyggja einn einasta hlut og hvað þá að sýna fjarvídd. Það var frábært að fá að læra þessa hluti en það sem mér fannst hvað skemmtilegast var að læra að teikna fléttu. Flétta er nefnilega einn af þessum hlutum sem ég hef mikið pælt í hvernig ætti að teikna alveg síðan ég var lítil.
Ég skemmti mér vel og lærði margt í þessum tímum og það er aldrei að vita nema ég taki fleiri teiknitíma í framtíðinni.

-Sigríður Fossb. Th.

8 comments:

 1. Elsku Hrönn-takk æðislega fyrir önnina,þetta var meiriháttar!!!Ég er svo ánægð að hafa verið í þessum áfanga og allt sem við erum búin að læra á svona stuttum tima!Þetta er ótrúlegt að það er hægt...Er svo hrifin af myndum sem ég teiknaði að ég ætla að ramma þessum 3 andlitum og bara hafa up á vegg :)
  Var að skila þér möppuna um 12.20 en þú varst ekki inni,svo ég lét Helgu taka og setja á kennarastofu,átti ekki tima til að biða því ég var að skreppa frá vinnuni.:)
  Nenniru að skrifa mér hvaða áfangi var þetta sem er kennt að teikna með blýjanti?
  Kveðja og gleðileg jól
  Zeljka Kristín

  ReplyDelete
 2. Elsku Hannza :) takk fyrir veturinn. ég er mjög ánægð með áfangann og allt sem ég lærði, það kom mér endalaust á óvart hvað ég gat lært !! hefði alveg verið til í að hafa tímana fleiri.

  kkv. Eyrún
  Gud jul !

  ReplyDelete
 3. Kæra Hrönn
  Veturinn var sko sannarlega fljótur að líða en ég lærði þó heilmikið á þessum stutta tíma :) hefur alltaf verið draumur að læra að teikna og varð sá draumur að veruleika. Gaman að koma sjálfri sér svona á óvart! Ég er svo sannarlega ekki hætt að teikna og er strax farin að spá í hvað ég eigi að teikna næst :D
  Takk kærlega fyrir veturinn og eigðu Gleðileg jól.
  kv Ágústa Gíslad.

  ReplyDelete
 4. Þessi önn er búin að vera svo fljót að líða!
  Hef lært ótrúlega mikið hjá þér og ég hefði aldrei trúað því að ég gæti þetta á svona stuttum tíma.
  Hefði sko ekki haft neitt á móti fleiri tímum hjá þér, finnst svo gaman að teikna loksins þegar ég get það :)
  Takk æðislega fyrir veturinn og gleðileg jól.

  -Perla Sólveig.

  ReplyDelete
 5. Ég vill byrja á að þakka þér kærlega fyrir önnina.
  Þegar ég byrjaði í ITH og þú sýndir okkur teikningar fyrri nemenda hugsaði ég "hvurn andsk... var ég að koma mér útí núna" en eftir 3. viku sá ég það að með góðri kennslu,réttum verkfærum og jákvæðu hugarfari er þetta ekkert annað en skapandi og skemmtilegt og kom ég sjálfum mér mikið á óvart. Ég var í hópnum sem var skipt í tvennt þ.e.a.s.2x2 tímar í viku og það henntaði mér allavegana mjög vel.
  Það er allavegana klárt mál að maður á eftir að grípa í blýant og vöndul yfir hátíðarnar ;)

  Gleðileg jól og takk kærlega fyrir mig!!!

  --Haraldur Bogi sigsteinsson.

  ReplyDelete
 6. Ég get ekki sagt að ég sé mjög sátt með áfangan.
  Mér finnst ekki rétt að setja alla í einn kassa. Fólk teiknar mismunandi, fólk hefur mismunandi stíla og vinnubrögð og ætti kennarinn að ýta undir það. Einnig mætti setja áfangan betur upp. Hafa regluleg skil yfir önnina, ekki allt í einu. Þó svo að kennarinn líti yfir möppuna reglulega ættu skil að vera oftar, einnig það að teikna eigi mest allt heima er eitthvað sem ég skil ekki alveg, ég átta mig ekki alveg á því hvernig það á að geta hjálpað nemandanum. Tímarnir eru alveg nógu langir til þess hafa meiri teiknitíma, minnka mætti fyrirlestrana. Minn hópur lenti í því að fá sama fyrirlestuinn 2tíma í röð.
  Annars mætti ég ekki í alla tímana vegna persónulegra ástæða þannig að þetta er það sem ég fékk útúr tímunum.

  Þegar ég ætlaði að skila möppunni rétt eftir 12 á miðvikudeginum varstu ekki þarna, þannig að ég setti möppuna á eitt borðið og vona ég að hún hafi komist til skila.

  Takk fyrir önnina.
  Rebekka Kristins.

  ReplyDelete
 7. Elsku Hrönn!

  Eins og margir aðrir mætti ég í fyrsta teiknitímann og ég hélt nú ekki, ég var sko ekki að fara að ná að teikna neitt sem gæti talist flott. Ég hef nefnilega alltaf verið sú sem hataði myndmennt í grunnskóla og mér fannst fátt leiðinlegra en að teikna og lita, en það breyttist sko aldeilis! Aldrei hélt ég að ég gæti teiknað eins og ég gerði í lok annar, mér finnst orðið gaman að teikna núna þegar ég kann það:) Takk fyrir alla hjálpina og eigðu góð jól!

  Kær Kveðja Eva Þórunn

  ReplyDelete
 8. komiði blessuð og sæl

  hefði ekki trúað því að ég gæti teiknað fyrir mitt litla líf;) eftir þessa önn í iðnteikningu finnst mér alls ekki svona agalega pínlegt að setjast niður og teikna því ef maður fer eftir ákveðnum reglum eins og við lærðum í vetur er þetta víst hægt jeiiii

  sjáumst fersk á nýju ári
  takk fyrir mig
  Vigdís Lára

  ReplyDelete