Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Sunday, November 27, 2011

Hugleiðingar nemenda í ITH302 í lok haustannar 2011

Hér eru hugleiðingar nemenda í ITH302 í lok haustannar 2011:


Ég & teikningar höfum aldrei átt saman, en alla mína iðnteiknitíma hefur Hrönn náð að kenna mér ótrúlegustu hluti. Ég föndraði mína flottu grímu, sem er mjög gróf fantasíu gríma, svört á lit með fjólubláu glimmeri sitthvoru megin á gagnauganu, kemur skakt niður eftir grímunni. ég hannaði mína eigin stofu sem ég kynnti fyrir bekknum, Mjallhvít skírði ég hana. æðislegir tímar, Hrönn ávalt hress & mér sýndist allir hafa það bara gott :) takk fyrir mig, Eyrún Erla



Mér fannst þessi áfangi áhugaverður, það var lúmst gaman að gera grímurnar, og ég er búin að kaupa gifs til að bralla nokkrar grímur hérna heima með krökkunum mínum :)
Stofuverkefnið var líka skemmtilegt, þá aðalega það að láta sig dreyma smá, og skoða hvað það er mikið til af fallegum hlutum bara með því að googla :D  Mér fannst erfitt að gera námsferilbókina, líklegast vegna þess að ég er bara hálfnuð með námið og allt það flottasta er eftir, sem gaman væri að gera bók um :D En þegar  maður koms af stað var þetta ekkert mál :)

Takk fyrir góða önn, hún var alltof fljót að líða :D 
Eva María Sveinsdóttir

No comments:

Post a Comment