Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Tuesday, December 4, 2012

Yfirlit yfir áfangann

Ég hafði rosalega gaman af þessum áfanga. Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna frá því ég man eftir mér, en undanfarin ár hef ég eiginlega gefist upp á því, sökum þess að ég var rosalega lengi að því og það tók mjög á að reyna að finna útúr því hvaða tækni ég ætti að nota hverju sinni sjálf.

Það er það sem þessi áfangi hefur gefið mér, allskyns tækni sem ég hafði ekki hugmynd um sem nýtist mér í allskyns teikningum, tæki og tól sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til og auðveldar manni ýmislegt í teikningunum og ótrúlegt en satt þá hef ég náð að teikna miklu hraðar en ég gerði öll þessi ár. Ég trúði því ekki að mér tækist það en Hrönn stóð föst á því og viti menn :)

Í fyrstu virtist þetta óyfirstíganlegt verkefni að klára þessa möppu með öllum þessum myndum, en með jákvæðu hugarfari og samviskusemi er þetta næstum því ekkert mál, og að mínu mati, mjög gaman. Sérstaklega þegar maður flettir möppunni sinni í lok annar og sér afrakstur erfiði síns! 

Svo verð ég nú að minnast á það líka að Hrönn er frábær kennari í alla staði. Hefur trú á nemendum sínum, endalausa þolinmæði og brennandi áhuga á því sem við erum að gera, sem gerir kennsluna skemmtilega, innihaldsríka og áhugaverða.

Takk kærlega fyrir önnina, Hrönn og allir hinir! Sjáumst hress 2013

Kveðja Guðlaug Marín Pálsdóttir

No comments:

Post a Comment