Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Tuesday, April 23, 2013

Heimatilbúið

Heimatilbúnir maskar fyrir hárið...búin að prófa þá báða og þeir eru æði !!


BANANA OG AVÓKADÓ HÁRMASKI
Uppskrift:
  • 1 banani
    banani
  • 1 egg
  • 1/2 avókadó
  • 1 msk hunang
  • 3 tsk súrmjólk
  • 3 tsk ólívu olía
Stappaðu banana, egg og avókadó saman í skál. Bættu svo við restinni af uppskriftinni og blandaðu vel saman.
Berðu í hárið frá rótum til enda. Láttu bíða í 30 mínútur og þvoðu svo úr með shampó. Ef þú ert með mjög sítt hár getur þú tvöfaldað uppskriftina.
Endurtakið tvisvar í mánuði til að viðhalda heilbrigðu hári.

JÓGÚRT HÁRMASKI
Þessi hármaski er fyrir þurrt, úfið hár og hjálpar til við fá meiri raka og glans í hárið.
Uppskrift
jógúrt

  • 1 eggjahvíta
  • 1/4 bolli hrein lífræn jógúrt
  • 1/4 bolli majones
Hrærið vel saman eggjahvíturnar, þar til þær verða hvítar og léttar. Blandið svo saman við jógúrt og majonesi. Berið vel í blautt hárið. Hyljið hárið með poka eða plasti og bíðið í 30 mínútur. Þvoið svo úr  með mildu shampó. Hreinsið vel með mjög köldu vatni.
Endurtakið einu sinni í mánuði til að gefa hárinu meiri raka.

No comments:

Post a Comment