Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Friday, May 3, 2013

Í lok annar....


Jæja þá er komið að annarlokum og hefur tíminn sko flogið áfram!

Það er búið að vera gaman að vera í litafræðinni og rifja upp það sem maður lærði í grunnskóla um litina og fara svo dýpra í blöndun litanna. Áfanginn hefur verið mjög skemmtilegur og hafa tímarnir verið góðir og afslappandi. Fínn tími þar sem við gátum spjallað á meðan við dunduðum okkur að mála;o)

Eftir að ég byrjaði í áfanganum hef ég farið að spá miklu meira út í litasamsetningar og hvaða áhrif litirnir hafa á mig. Einnig er gaman að segja frá því að 5 ára dóttir mín hefur fengið mikinn áhuga á blöndun litanna eftir að  hún lærði um frumlitina og 2.stigs litina á leikskólanum sínum. Og höfum við mæðgurnar verið að dunda okkur við að mála og blanda litunum saman og finna hinar ýmsu litablöndur með frumlitunum. Og finnst henni alveg magnað að sjá hvaða liti er hægt að fá út með því að blanda nokkrum litum saman;o) 
Finnst henni litirnir vera alveg eins og töfrar!!

Takk elsku Hrönn fyrir frábæra önn, með skemmtilegum tímum. Enn og aftur fer maður frá þér með nýja sýn á lífið og litina;o)

Takk kærlega fyrir mig og sjáumst á 3.önn!

Gleðilegt sumar
kv Íris E.

No comments:

Post a Comment