Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Saturday, December 14, 2013

Gríman mín,

Ég kaus frekar 'dark' þema - hugmyndin kemur úr þáttunum American Horror Story, þættir sem ég er algjörlega háður!  Langaði einnig að gera eitthvað öðruvísi.
Spurning hvort þetta hafi samt ekki bara verið hornið sem ég og Gréta sátum í, kannski eitthvað dark bara í gangi þar sem hafði þessi áhrif á okkur? Eitthvað sem drap niður þetta bleika sem virtist vera annarstaðar í stofunni. ;)


Hugmyndin er sú að gríman sé mjög gömul, notuð við athafnir sem fóru fram c.a. á miðöldum.

Fyrsta uppkastið var svolítið frábrugðið lokaútliti en svona var það


Ætlaði að setja einhverskonar skraut á ennið en fannst hún síðan bara betri svona hrá. Virkaði betur fannst mér.
 
Þetta var mjög áhugaverður áfangi, fannst ég hafa haft mjög gott af því að taka áfangan og leyfa listamanninum innra með mér að blómstra aðeins. :)

-Böddi


No comments:

Post a Comment