Blogg sem nemendur ITH í Tækniskólanum nýta sér til að sýna verk sín og miðla upplýsingum sem tengjast náminu.

Friday, January 24, 2014

Eru hárlitir hættulegir?

Rakst á þessa grein og fannst hún áhugaverð

Nýlega sá ég grein sem fjallaði um að hárlitanir væru hættulegar og „Efnaofnæmi er tiltölulega algengt meðal rakara og hárgreiðslufólks enda anda þau efnunum að sér og komast í snertingu við þau daglega“ Hvað er meinað með hættulegir háralitir og „tiltölulega algengt“?. Um 5% þeirra sem lita hárið reglulega fá svo ofnæmi fyrir hárlit og einkennin geta orðið alvarleg. Hvað meinar viðkomandi með „tiltölulega algengt“   ef það eru 5%  þá eru það 95% sem fá það ekki. Á að banna háralit af því að 5% manna þola hann ekki? Danskir læknar hafa einnig bent á að hægt væri að minka þetta hlutfall um 75% ef fólk væri ofnæmisprófað áður en það hefur nám í hárgreiðslu eða litar sig.
„Þekktasti ofnæmisvaldurinn í hárlitum er PPD eða 4-paraphenylenediamine.“PPD
Para-Phenylenediamine (PPD), einnig þekkt sem  paraphenylenediamine, p-phenylenediamine eða 1, 4 diaminobenzene, er lyktarlaust  amín sem margir iðnaðar- og snyrtivöruframleiðendur nota. Þetta efni er notað almennt í  háralit, feldi og dökkan farða. Þá er það einnig notað í prentun og myndaframköllunar blek, gúmmívörur, olíu, bensín og feitis framleiðslu. Það er æskilegt til efnaframleiðslu vegna þess að það hefur lágan eitrunar staðal og mikið hitaþol og heldur jafnvægi. Það er gott í háraliti vegna þess að það framkallar náttúrulegan háralit og upplitast seint við þvott og þurrkun. PPD er í sjálfu sér litlaust efni en framkallast við oxun.
The Centers for Disease Control (CDC) flokkar PPD sem orsök snertiexem og ætti því ekki að setja það beint á húð. Þegar það er notað í háralit þá veldur það mildum áhrifum á húð sérstaklega á enni og við augu ef það kemst í snertingu við húð. Roði verður í húðinni en í flestum tilfellum varir það aðeins meðan oxun á sér stað. Fólk sem vinnur við litun að staðaldri verður fyrir mestum áhrifum og þá sérstaklega í gegnum húð en einnig í gegnum öndun.
PPD sjálft er litlaus vökvi sem eða lítið mólekúl sem flytur litarefni inn í hárið. Það er því ekki PPD sjálft sem er ofnæmisvaldandi heldur þau efni sem það ber inn í húðina.
Henna
Undanfarinn ár hefur borið á misnotkun á því að Henna sé talið það náttúrulegasta og besta fyrir hár. Framleiðendur haf notað orðið Henna til að selja vöru sína og það talin gæða stimpill á umbúðum með stórum stöfum, þrátt fyrir að vera lítið brot af innihaldi. Henna er ekki eins hollt fyrir hár og húð þó náttúrulegt sé.
Hættulegasta efnið sem PPD er blandað við er Henna. Það hefur ekki verið leyft að nota það í Henna tattoos í Bandaríkjunum en er samt nota þar ólöglega. Það veldur langvarandi ofnæmi  og bruna í húðinni sem veldur síðan varanlegum örum. Þá er PPD þykknið oft mun hærra þegar það er blandað við Henna heldur en í öðrum háralitum.
Það sem skiptir mestu máli við háralitun eru þau efni sem PPD ber inn í húð og hár. Verst eru svört litarefni sem eru hvað mest ofnæmisvaldandi. Síðan eru þau efni sem notuð eru vegna þess að þau eru ódýr og fljótvirk, svo sem ammonia, resorcinol og parabens.
PPD er því ekki slæmt í sjálfu sér heldur röng efnasamsetning þeirra efna sem blönduð eru við það. Því hafa framleiðendur hætt eða dregið verulega úr notkun efna sem eru hinn raunverulegi ofnæmisvaldur. Það eru mjög strangar reglur sem gilda um litanir í hinum vestrænaheimi og því er rangt að tala um að hárlitun sé hættuleg. Fólk sem er með ofnæmi fyrir eggi, hnetum, skelfisk  eða öðrum fæðutegundum getur lent í lífshættu ef það passar sig ekki. Það er ekki þar með sagt að þessar fæðutegundir séu hættulegar öðrum.

-Elísabet 

No comments:

Post a Comment