Eitthvað sem allar konur hafa eflaust hugsað um er hver rétta
greiðslan fyrir sitt andlitsfall er. Það er nefnilega þannig að þó að
klippingin sé fullkomin og greiðslan vel gerð þá einfaldlega kemur hún
ekki vel út ef hún hentar ekki andlitsfallinu.
Hérna getur þú á mjög einfaldan hátt séð hvaða klipping hentar þínu andliti best.
Þú vilt ekki draga fram og ýkja kringlótt andlitsfall. Þetta þýðir að
ef þú ert með kringlótt andlit þá skaltu forðast stutt krullað hár því
það mun bara láta kringlótt andlit virka meira kringlótt. Síð bob
klipping klæðir þig vel.
Ef þú ert með ferkantað andlit þá viltu draga athyglina frá hökunni
svo þú skalt forðast klippingar sem enda við höku. Styttri eða síðari
klippingar henta þér betur og styttur og krullur virka vel. Slétt bob
klipping færi þér líka vel.
Sporöskjulaga andliti fer nánast allt vel, en það getur virkað
langleitt svo passaðu þig á að búa ekki til mikla hæð ofan á höfuðið.
Sítt hár dregur úr sporöskjulaga andliti. Ef þú ert með þykkt eða
krullað hár, forðastu þá slétta línu, þú vilt ekki líkjast pýramída….
Hjartalaga andlitsfalli fylgir oft oddhvöss haka. Dragðu athyglina að
augunum og kinnbeinunum með því að klippa á þig þungan topp, hliðaropp
og styttur.
Styttur og axlasídd fara hvaða andlitsfalli sem er vel. Fræga fólkið er mjög hrifið af þessari klippingu því hún fer öllum vel.
Hérna getur þú á mjög einfaldan hátt séð hvaða klipping hentar þínu andliti best.
Kringlótt andlit
Þú vilt ekki draga fram og ýkja kringlótt andlitsfall. Þetta þýðir að
ef þú ert með kringlótt andlit þá skaltu forðast stutt krullað hár því
það mun bara láta kringlótt andlit virka meira kringlótt. Síð bob
klipping klæðir þig vel.
Ferkantað andlit
Ef þú ert með ferkantað andlit þá viltu draga athyglina frá hökunni
svo þú skalt forðast klippingar sem enda við höku. Styttri eða síðari
klippingar henta þér betur og styttur og krullur virka vel. Slétt bob
klipping færi þér líka vel.
Sporöskjulaga andlit
Sporöskjulaga andliti fer nánast allt vel, en það getur virkað
langleitt svo passaðu þig á að búa ekki til mikla hæð ofan á höfuðið.
Sítt hár dregur úr sporöskjulaga andliti. Ef þú ert með þykkt eða
krullað hár, forðastu þá slétta línu, þú vilt ekki líkjast pýramída….
Hjartalaga andlit
Hjartalaga andlitsfalli fylgir oft oddhvöss haka. Dragðu athyglina að
augunum og kinnbeinunum með því að klippa á þig þungan topp, hliðaropp
og styttur.
Eitthvað fyrir alla

No comments:
Post a Comment